Nöfin smíðuð sept ´20

Forborun og flysjun á Növunum – Flysjarinn!

Hér er byrjunin að hugsa hverning ég fæ borin til að bora sig í rétta stefnu miðað við tvær hliðar út um miðjuna hinu megin í stefnuninni. Það getur verið að ég sé full frumlegur en það er allt í lagi, bara hlæja að því.


Hér er ég búinn að útbúa skapalón til að ég geti borða í rétta stefnu í gegn um tvö Nöf (nave), en það eru tvö ná í hvorum sívalning. Það er mikilvægast að stefnan sé rétt umfram allt annað, svo er þetta forborun vegna ,,Flysjarans” sem ég er að smíða með hjálp reynslumikils renni- járnsmiðs á Selfossi og hann fer saman þessa daganna til að gera sívalninginn sléttan og jafnan undir rennslið (rennibekkinn) jafnframt því að gera kastið lítið sem ekkert á honum í byrjun rennslisins, annað er ekki í boði því Nöfin eru þung eða sirka 6-9 kíló hvor sívalningur. Fylgist með þá fáið þið að kynnast ,,Flysjaranum“.


Svo var borað en þar sem mikið afl þarf til að bora með 26 mm sniglabor í gegn um þéttann Ask, þá varð ég að snúa til baka með ,,Krummakjaft” töng á öxul borsins fyrir aftan patrónuna til að losa borinn hvað eftir annað, ekkert bakk er á vélinni svo ég þarf að fá mér vél með bakki og öflugri líka eða 1050 W sú gamla er 450 W, hún kemur að öllum líkindum eftir fáeina daga þá get ég haldið áfram. Samt sem áður var ég um það bil hálfnaður þegar þessi gamla en sterka borvél gafst upp og fór ekki í gang aftur; líklega klárað kolin, eða eitthvað? Verið á útkíkkinu fyrir framhaldinu og gleymið ekki að skrá ykkur á póstlistan á forsíðunni: www.treverkfridrks.info


Nýja borvéin mín með bakki, hægum snúning, höggi, hröðum snúning og stiglaus hraðastilling og aðeins 1050 W. Alveg frábær, ,,étur” Askinn í gegn. Þarf bara að passa að láta hana ekki bora of langt í einu, þá ræður sá sem heldur borvélinni ekki við þessa sterku vél, heldur snýst allt í hring og allt fer í kaos; bakka reglulega og taka borinn upp til hreinsunar. Smá ráð, bora bara helming af lengdinni í einu annars verður stefnan á bornum vitlaus! því þarf að bora beggja megin frá. Borlengdin veldur ónákvæmni sem gerir stefnuna vitlausa.


Hér er ég búinn að bora í gegn og þessi tvö Nöf (nave) eru tilbúinn í ,,Flysjarann” sem þú getur skoðað og lesið um í næstu myndum á eftir þessum. Athugið þetta er bara FORBORUN. Svo er borað aftur þegar hjólið er komið saman í annari vél og þá er borað fyrir legufóðringunni (The Box, Boxing).


,,Flysjarinn” smíðaður og samsettur!

Fyrst er að gera smá riss, og koma hugmyndini á blað svo ég og járn-rennismiðameistarinn getum rætt málin. (já ég veit, þetta er óttalegt riss)


Þegar ég veit lengd og sverleika öxulsins hjá rennismiðnum er tímabært að smíða kassann utan um öxulinn. Götin sem ég er búinn að bora eru í sinn hvorum gaflinum á kassanum og eru 30 mm en öxulinn er 25 mm. Svo koma falanslegur á báða gaflanna (endana) til að gera snúning öxulsins snuðrulausan.


Hér sjáum við svo öxulinn sem fer í gegn um Nöfin (the nave) tvö (sívalningin) sem boruð er með 26 mm Sniglabor. Öxulinn er 25mm og gengur því ljúflega í gegn um Naf- sívalninginn sem er forboruð fyrir þennan verkþátt. Sjá má flansa sem koma beggja megin við Naf- sívalningin og halda honum á sínum stað og Flansarnir eru skrúfaðir inn í sívalnings-endan og allt er fast þar sem það á að vera fast. Sagarblaðið er undir miðju Naf-sívalingsins og er látið ,,skafa” 1 til 2 mm í ferð þegar kassanum er rennt fram og aftur; þá snýst öxulinn með sívalingnum á með hleðsluborvél. Mikilvægt er að láta allt snúast á sem minnstum hraða og vélin verður að vera still á afslátt til að allt stoppi þegar og ef blaðið er stillt of djúpt í efnið eða eitthvað kemur fyrir, svo sem eitthvað fer á milli þá stoppar snúningu öxulsins af sjálfu sér fljótt. Svo þegar stoppað er tekur afslátturinn við og skrollar yfir nokkur pöll þegar takka skrúfvélarinnar er sleppt.


Öxulinn kominn á sinn stað í Naf-sívalingnum og í miðju beggja megin og alla leið í gegn. Þetta tryggir að sem minnst kast kemur á sívalninginn þegar ,,skrælt” er af henni og allt á að snúast eins og draumur.


Hér er ég að líma ,,stýringuna” undir kassan en hún gengur ofaní rauf á borði sagarinnar. Efni hef ég úr Melími eða plastlímdu efni til að fá sem best rennsli fram og til baka. Ekki er þörf á meiri stýringu og eða skorðum.


Nærmynd af stýringunni/leiðaranum. Allt sem þarf til að stýra og renna fram og aftur meðan ,,skrælast” af Naf-sívalingnum.


Frágang legunar í öðrum enda ,,Skrælarans”. Stopphringur er beggja megin svo öxulinn fari ekki að skríða út í hvoruga áttina, þegar rennt er fram eða aftur.


Búið að herða að legunum utanverðum á báðum göflum ,,Skrælarans” þá fer allt að verða tilbúið bráðum til notkunar en …


,,Skrælarinn” tilbúinn undir Naf-sívalinginn.


Stóra stundin; ræsing og vígsla verkfærisins!


Ég er hamingusamasti Vagnsmiður í heimi, ákkurat núna. Þetta virkar fullkomlega. Bara að passa að flíta sér hægt og ekki láta sagarblaðið taka of djúpt í efnið í hverri ferð, bara svona 1-2 mm. Hér er um helmingur ,,skrælingarinnar” kominn. Þetta tekur ekki langan tíma að ,,skræla” sívalinginn niður í 190 mm ummál þótt ekki sé tekið dýpra í efnið en 1 mm. Leiðrétting: skræla niður í, Naf aftan 168,273 mm, eða Naf framan165,1 mm veit ekki afhverju ég snéri öllu við í hausnum á mér en svona getur komið fyrir.


Sívalingurinn tilbúinn í rennibekkinn sem er Flysjari líka. Hafði hana 2 mm yfir endanlegu máli til að geta pússað með 120 – 180 sandpappír án þess að fara undir 190mm ummál, sem er endanlegt. leiðrétting: Naf aftan 168,273 mm og Naf framan 165,1 mm. Til að vera alveg heiðarlegur var ég ekki alveg viss um að þetta gengi, því finnst mér árangurinn langt um allar bestu vonir. Munið kæru lesendur að þið getið alltaf skrifað mér Rafpóst með því að smella á rauða takkan á forsíðunni á þessum vef!

Núna get ég ákveðið lengdina á tappanum á pílárunum (the spokes) um leið og ég er búinn að ákveða stærð legufóðringarinnar/slífar, en sennilega verður það með því fyrst sem ég áætla að gera næst; ákveða ummál legufóðringarinnar (the box, boxing) og haldið áfram að móta píláranna. Minni myndin sýnir leguslífarnar (the box, Boxing) https://www.treverkfridriks.info/wp-content/uploads/2020/09/Oxulslivar.jpg

error

Njótið vefsins og deilið að vild :)

Follow by Email
YouTube
LinkedIn
Scroll to Top