HomeAskur vélunninnHjólbarðahringurinn smíðaður ágúst, sept ´20 Hjólbarðahringurinn smíðaður ágúst, sept ´20 / Askur vélunninn, Bandsög, Hjólhringurinn, Skapalón, Trévélavinna, Vagnhjolasmíði / By Fridrik Kjartansson / askur, bil milli pílára, bogar, brunnir bogar, harðaviður, hestvagnahjól, hestvagnasmíði, hestvagnasmiður, hjólbogi, hringur, lág tækni, low tech, pappi, reikna út hjól, sirkill, skapalón úr mdf, skapalón úr pappa, vagnasmiður Nota það sem til er (var reyndar búinn að safna pappa) en pappinn er tilvalinn ef þarf að teikna í raunstærð og strika yfir á efnið! Einfalt ekki satt. En það liggur töluverður lestur þarna að baki þótt lág tækni sé (low tech)! Hér er svo búið að ,,negla” niður bilið og fjölda píláranna. En ég er að gera mistök! vitið þið í hverju þau lyggja? 🙂 Samkvæmt Brewster bókinni er þykkt hringsins 44,5 cm og breydd 44,5 cm Hér gefur svo að líta hálft afturhjól á ,,Brougham” hestvagninn. Borið fram ,,Brom” Þaðan er undirnafn Kadilakk komið; ..Cadillac Brougham” Já ég veit ég þarf að taka til á skrifborðinu 🙂 Þá er búið að búa til máta fyrir 47 tommu hjól. Þarf bara einn og þá get ég farið að merkja á Askinn og saga svo í nýju bandsöginni minni. Ég er samt að gera mistök. Vitið þið í hverju þau lyggja? 🙂 Búið að teikna á Askinn en þetta hefði einhvern tíman talist léleg nýting á efni 🙂 En hvað um það áfram gakk og saga! Fyrsti ,,félaginn” mættur á svæðið en ég þarf 7 svona í hringinn á tvö afturhjól = 14 stykki! Þá gerðist það! Bandsagarblaðið sem fylgdi með vélinni varð ónýtt, en ég þrjóskupúkinn neitaði að trúa því og ,,kveikti” í askinu til þess eins að uppskera vonda lykt. Seljandi vélarinnar sagði að blaðið sem selt er með vélunum yfirleitt sé frekar léglegt svo ég fékk tvö ný og vonandi verður framhaldið lyktarlaust 🙂 Ég er samt að gera mistök fyrir utan þetta óhapp. vitið þið í hverju þau eru fólgin? 🙂