Nöfin smíðuð sept ´20

Rennsli Navanna


Nöfin tvö fyrir afturhjól Brougham tilbúin fyrir snyrtingu, smá pússun og nákvæma skoðun, en eru í lagi að mér sýnist núna. Ég reyni að apa eftir þessu fallegu tunnu (barell) Nöfum eins og ég frekast get.

Nöfin fyrir afturhjólin undir Brougham sjónarhorn framan/utan frá!


Nöfin fyrir Brougham að aftan sjónarhorn aftan/innan/bakhlið! Takið eftir fallega kvistinum í Nafinu fjær!


Þá er búið að renna bæði fram og aftur Nöfin. Fram Nöfin eru minni að ummáli eða 165,1 mm en jafn löng/breið. Núna er bara eftir að snurfusa með sandpappír og taka svo til við að gera ferköntuðu götin fyrir Píláranna en það er á leiðinn frá útlandinu séstök vél í það á ensku heitir hún ,,Morticerhttps://www.treverkfridriks.info/wp-content/uploads/2020/09/Mortiser-1.jpg ,,Morticer” Sirka svona litur hún út.


Nöfin séð framan/utan frá.


Morticer heitir þessi vél. Hún borar ferköntuð göt og því góð viðbót í vagnasmíði til að bora fyrir pílárunum í Növin svo er hún líka fín í gluggasmíði að bora fyrir póstum.


Útskýringateikning fyrir Morticer vélina úr bæklingnum sem sýnir það sem máli skiptir að ferköntuð hulsa er utan um sérstakan bor sem virkar eins og sporjárn á fjóra vegu meðan borinn fer dýpra í efnið.

error

Njótið vefsins og deilið að vild :)

Follow by Email
YouTube
LinkedIn
Scroll to Top