Viðhald Austurríska Coupé vagnsins frá 1900

Smíði Eintrjé (One Tree)

Eintréð af Pæton til hliðsjónar, samt ekki eins!
Efnað niður Eik. Límd viðbót til að vera öruggur á að ná hring prófílnum í rennslinu
Forsagaði til að fá meira jafnvægi í stykkið í rennibekknum. Stykkið afrétt líka. Byrjað að renna
Búið að renna í endanlegt ysta ummál
Niðurrenndir endar fyrir járnhólk með lykkju til að tengja hestinn við vagninn
,,Mitti” staðsett á móti framhjólinu!
Hér er niðurfelling fyrir tvöfalda leðuról sem tengir Eintréð við Tvítréð sem tengist svo við vagninn
Svona líta svo Eintrén út tilbúin undir grunnun og málningu! Ath þetta er tilgátu stykki þegar kemur að munstri að sumu leiti
Epoxý grunnur er niðurstaðan upp á besta endingu en allur viður er með fitu sem losar málningu fyrr en af t.d. járni! Öll innkaup í samráði við málarameistara
Grunnurinn kominn á og næst er að mála með olíulakki
Fyrri umferðin af olíulakkinu kemur vel út
Fyrri umferðin af olíu lakkinu. Úrtak fyrir Leðurstrappanna sem tengir Eintréð við vagninn
Leðurstrapparnir komin. Þeir tengja Eintrén við Tvítré úr járn í fremri ás vagnsins
Hér sjást svo járnhólkarnir áður en lykkjan er soðin á og þeir hitaðir í um og yfir 1000 gráður til að þeir herði sig utan um endana þegar þeir kólna. Af enda Einrjána. Þessi hressi rauði litur kemur í stað Burgundi rauða litinn, vonandi fyrirgefst mér að skipta um lit en þessi gripur er ómetanlegur í mínum huga jafnt og allir vagnar sem ég hitti fyrir ásamt leifum vagna á Íslandi og um víða veröld.
error

Njótið vefsins og deilið að vild :)

Follow by Email
YouTube
LinkedIn
Scroll to Top