Myndbönd af smíði og viðgerðavinnu hestvagna

,,Skrælarann” eða ,,Flysjarann”, hef ég nefnt þetta ,,tæki” sem ég smíðaði sjálfur með dyggri hjálp góðs alvöru reynsluríks járnrennismiðs á Selfossi. Þótt myndbandið sé ekki langt ætti að sjást greinilega hvernig ég framkvæmi þessa for-skrælingu á naf-keflunum áður en þau fara í rennibekkinn. Ef ég mundi reyna að setja þau í rennibekkinn án þess að ,,skræla” þá færi allt að hoppa og titra og sennilega mundi stykkið þeytast út á gólf af eigin þingdarafli (G-krafti) í snúningnum.

Seinna

Ég renndi svo nöfin i heimasmíðaða skrælaranum/flysjaranum og þá má bæta við nafninu rennibekkur, ekki satt.


Hér er ég að taka síðustu snúninganna í að renna aftari Nöfin fyrir Brougham vagnin sem ég er að smíða. Ég er rosalega ánægður með niðurstöðuna.

2 thoughts on “Myndbönd af smíði og viðgerðavinnu hestvagna”

  1. Örn Ragnarsson

    Gaman að fylgjast með þér íþessu verkefni. Þetta er þungt og mikið stykki og því er lausnin þín afar snjöll. Það þarf þungan og dýran rennibekk til að höndla svona kefli sem ekki er í sæmilegu jafnvægi.

    1. Hæ Örn, þú hefur rétt fyrir þér með öflugri rennibekk, ég er að prufa þann litla og ódýra sem ég átti þegar þú heimsóttir mig á eg. En það er hárrétt sem þú segir, ég verð að fjárfesta í einhverju öruggara og öflugra. Þessi gamli minn skelfur og hristist og svo vindur hann upp á sig líka (grindina) þanning að ég held ég gleymi að nota hann. En gæti gert úr honum annað verkfæri sem ég nausynlega þarf á að halda þegar lengra er komið. Svo sem tæki sem borar út gatið í náinu fyrir legufóðringuna, það er sérstakt tæki og fleira … heyrumst 🙂
      P.S. Virkilega gaman að fá skilaboð fá þér hér inni. Þú átt þann heiður að vera fyrstu til að skrifa mér skilaboð hér á bloggið 🙂

Comments are closed.

error

Njótið vefsins og deilið að vild :)

Follow by Email
YouTube
LinkedIn
Scroll to Top