Nöfin smíðuð fyrir Norska vagninn

Hlynur varð fyrir valinu í nöfin fjögur


Þessi fallegi planki úr Hlyn markar byrjunina á viðhaldi á norska vagninum sem er í eigu Hestvagnasetursins. Núna er að búta hann í réttar lengdir fyrir Nöfin öll fjögur. Er svo annar mjórri sem verður bútaður líka til að reyna að fá nýtnina út úr efninu

Hér er búið að búta niður í tvö nöf saman og neðsta stykkið er með auka 1 sentimetra til að ná ummálinu þegar rennt verður eftir líminguna

Hér er svo mjórri planki af Hlyni sem búið er að búta og rétta af kantanna til að líma á rúman 1 sentimetra til að nýta efnið sem best á sama tíma og það verður að ná hringnum í Naf -tunnunni þegar rennt er í rétt ummál

Hér er búið að rétta Hlyninn af og þykktarhefla svo hann loki sér í límingunni. Ef vel er að gáð þá má sjá viðbótina 1 sentimetra sem límd var við 3 stykki til að ná ummálinu og sparaði ég mikið efni með þessu. Núna er efnið tilbúið í að líma

Hlynurinn verður í pressu tvo daga eða tvo sólarhringa. Skrúfurnar sem þið sjáið er til að stilla stykkin af og stoppa að þau renni til eða syndi í lími. Ef ekki væri skrúfur eða naglar væri nánast ekki hægt að standa að því að líma þannig að vel væri og öll stykki væru á sínum stað í blokkinni

Límið sem ég nota skiptir öllu máli! Þess vegna keypti ég nýtt lím en þessi brúsi er orðin meira en tveggja ára og ég treysti þessu lími ekki lengur til að vera upp á sitt besta en það má nota það samt sem áður í samlímingar þar sem ekki krefjast mikils styrkleika og topp eiginleika. Fyrst rætt er um eiginleika þá er þetta lím upplagt í vagnasmíði vegna þess að það verður ekki alveg glerhart svo það er hægt að mála yfir það þar sem það kemur fram t.d. á samskeytum (með eiginleika til yfirmálunar) Svo límist það saman járn og tré, textíll efni. En þetta er ekki ódýrasta límið á markaðinum en verður það ódýrasta þegar viðhaldið á smíðagripunum verður minna í framtíðinni. Límið fæst hjá Handverkshúsinu og kemur í þremur gerðum


Þá er að byrja að bora fyrir öxlinum sem tilheyrir Skrælaranum. Ég ætla einfaldlega að bora hálfa leið og svo aftur á móti og fylgjast með að borinn sé sem næst því að vera lóðréttur miðað við naftunnu -blokkina. Svo þarf að bora beint. Öxulinn þarf beint í gegn þannig að hægt sé að ,,skræla” naf -tunnunna. Kala fylgist með en núna er hún öll og Guð geymi hana og minningu hennar.

Öxullinn fyrir Skrælarann/rennibekkinn fer á sinn stað. Hannað af mér og ég er stoltur af þó ég segi sjálfur frá, fékk reynslu mikinn járnrennismið mér til aðstoðar og naut ráðgjafar hans í leiðinni sem var ekki vanþörf á

Skrælarinn tilbúinn í að skræla þessa tunnu sem eru tvö nöf í Brougham II. Rafmagnshleðslu borvélin er langt um meira en vera nógu öflug. Hún vinnur á vægast átaki með afsláttinn á (nauðsynlegt vegna öryggis) ásamt því að vera á litlum snúning. Svo er bara að ,,saga” 1-2 mm í hverri ferð, búið áður en maður veit af

Gengur bara glimrandi hratt og vel

Kominn í mark

Kemst bara ekki yfir hversu fallegur Hlynurinn er og gaman er að smíða úr honum. Ég er lukkunnar pamfíll að hafa heilsu í þetta miðað við því sem á undan er gengið

Yfirlestur: yfirlestur.is

Texti: Friðrik Kjartansson

error

Njótið vefsins og deilið að vild :)

Follow by Email
YouTube
LinkedIn
Scroll to Top