Hlynur varð fyrir valinu í nöfin fjögur
Límið sem ég nota skiptir öllu máli! Þess vegna keypti ég nýtt lím en þessi brúsi er orðin meira en tveggja ára og ég treysti þessu lími ekki lengur til að vera upp á sitt besta en það má nota það samt sem áður í samlímingar þar sem ekki krefjast mikils styrkleika og topp eiginleika. Fyrst rætt er um eiginleika þá er þetta lím upplagt í vagnasmíði vegna þess að það verður ekki alveg glerhart svo það er hægt að mála yfir það þar sem það kemur fram t.d. á samskeytum (með eiginleika til yfirmálunar) Svo límist það saman járn og tré, textíll efni. En þetta er ekki ódýrasta límið á markaðinum en verður það ódýrasta þegar viðhaldið á smíðagripunum verður minna í framtíðinni. Límið fæst hjá Handverkshúsinu og kemur í þremur gerðum
Yfirlestur: yfirlestur.is
Texti: Friðrik Kjartansson