Nöfin smíðuð sept ´20

Nafa bönd

Þá er efnið í Nafa-böndin komið (Nave bands, Hub bands) en það er skorið í lengd út úr svörtum rörum sem eru sem næst uppgefnu ummáli í bókinni Brewster sem er mín leiðsögn í málum. Svo þarf Hestvagnasetrið að fjárfesta í Rafsuðu, hitablúss-ofn sem nær 800 til 1200 stiga hita með gasi til að móta böndin til. Svo síðast enn ekki síst stóran og góðan Steðja (Anvil) til að banka allt í horfið rauðglóandi.


Efnið í Nafa-böndin skorin út úr svörtum rörum með kannski 2 mm yfirlengd svo Vagnasmiðurinn geti unnið með þau. Til vistri eru að aftan/innan á bandið á Nafið í hjólinu en til hægri eru böndin að framan 76,2 cm löng á ytra/utan á Nafinu í hjólinu.


Nafa -bandið að aftan en eftir á að taka það í sundur og stytta ummálið svo það passi nákvæmlega glóðhitað sett upp á. Nafa-böndin varna því að Nafið rifni í sundur í vinnslunni svo sem borun fyrir Pílárunum og svo einning í líftíma vagnsins eru járn-böndin nauðsynleg vegna breytinga í viðnum, þennslu og það sem algengara er rýrnum.

error

Njótið vefsins og deilið að vild :)

Follow by Email
YouTube
LinkedIn
Scroll to Top