Fyrstu kynni eru alltaf spennandi!
Hugleiðing smiðs á tímamótum!
Þegar þetta er skrifað varðar mig lítið eða ekkert um hvort vagninn var/er vinsæll eða frægur, þetta er alvöru hestvagn, það er það sem skiptir mig máli. Hluti af margra alda langri sögu farartækja, síðan löngu fyrir Kristsburð; að hugsa sér, langur tími sem fór í að þróast hingað og svo kom bíllinn og eyðilagði fegurðina sem var í langri þróun. Já ég veit, það var kölluð þróun og framfarir, ég er nú ekki svo viss um það lengur?
Mynd #1
Vagninn er frekar ,ungur að árum, líklega frá seinni hluta síðustu aldar (gisk). Hjólin eru smíðuð af hefðbundinni aðferð sem heitir á ensku: ,,Ofset” þar sem pílárarnir eru sikk sakk í nöfin um hálfan sentimetra. Þessi aðferð gerir hjólin enn sterkari en ella. Hjólin eru úr viði. Járngrindin svarta yfir vagninum er ekki partur af honum.
Mynd #2
Meginástæða þess að vagninn þarfnast viðgerðar er að úti í Evrópu lagðist tréæta í hann. Brenna þurfti afturhluta hans til að vera viss um að stöðva litla tré átvöglin. En samt sem áður voru dýrin löngu dauð þegar komið var til landsins, þannig að brenna var öryggisráðstöfun; til að vera viss um að ekkert væri áfram í gagni. Þessara trjáætna er ekki lengur vart. Gerðar voru mælingar og allt sem brennt var, breyttist í teikningu, svo vonandi verður hægt að reisa vagninn til fyrra horfs.
Mynd #3
Hér sjáum við nútímann koma saman við margra alda þróun; ég veit ekki hvað mér finnst. Öryggi kannski? Stílbrot á sögunni kannski? Gúmmí kom til sögunar um miðja 19 öld. Eða frá 1855. Því ekki nýtt fyrirbrigði sem slíkt, og ég mundi telja góð viðbót, í þróun hestvagna. Goodyear fann upp efnablönduna í ,,óhappi” við tilraunir sínar á vinnustofunni en missti allt og endaði í skuldafangelsi meðan aðrir græddu á tá og fingri á uppfinningu hans.
29 júlí Byrjað að huga að viðgerðum
Mynd #4
Bylgjupappinn er ágætur til að búa til skapalón en betra hefði verið að nota sléttan stífan pappa eins og er í skókössum. Hér þarf að vera nákvæmur eins og hægt er. Ég er að taka afrit af boganum eins og hann leggur sig vegna þess að ég hef í huga að gufubeygja hann og þá báðum megin. Útbúa þarf gufu stokk en það er nú ekki svo mjög flókið. Ég hef upplýsinga um þá aðgerð. Og ég mun lýsa henni þegar þar að kemur, svo hef ég smá reynslu af því að gufubeygja.
Eins og við sjáum vantar aftara aurbrettið. Og það verður skemmtileg áskorun að beygja það. Bogi sem endar í smá uppbrettu.
Mynd #6
Var að fá mér 36 mm topp og millistykki til að geta þjónustað Pæton Bettinu betur enda verð ég að fara að huga að því að taka hann sundur vegna plássleysis sem er líka skynsamlegt því það þarf að hressa upp á hann og smíða svolítið á hann áður en hann fer saman aftur.
Mynd #7
Gott að ná hjólinu undan, róin ekki mjög föst en það þarf að losa bremsu klossann fyrst. ,,Diskunin” sést vel á þessari mynd; gerir það að verkum að góður styrkur kemur í hjólið og það þolir betur álagið.
Mynd #8
Einfalt að losa bremsu klossann af. Bara þessi skástífa með boltum í gegn uppi og niðri.
Mynd #9
Öxulendinn mjórri á ysta enda um þrjá millimetra. Róin er hert aftur á bak sem er eftir fræðunum enda losna þær sjaldan.
Mynd #10
Bremsu diskar eru teknir við oft og tíðum í stað gömlu bremsu mekanismans með harðviðar klump sem sá um stöðvunina. Við viljum meira öryggi. Frágangur disksins er einfaldur, líka öruggur. Hann er soðin við járnhringinn eða naf bandið aftan á nafinu. Járnhringurinn er svo skrúfaður í nafið. Bremsudiskurinn er ekki mikið áberandi og skemmir lítið útlit vagnanna svona yfirleitt.
Mynd #11
Öxulslífin (the boxing) er eins og öxullinn mjókkar út og klæddur með plastþynnu sem skipt er um þegar sú gamla slitnar svo er smurt með koppafeiti. Í fyrndinni var smurt með dýrafitu og þá var allur öxullinn úr við oftast Eik. Það er eitthvað svo einfalt og fullkomið við að horfa á vagnhjól, uppfinning sem er búinn að vera við lýsi síðan um 3000 fyrir Krist. Saga bílsins er eins og neðanmálsgrein í saman burði við sögu hest, uxa og allra vagna sem dregin voru annað hvort af dýrum eða mönnum.
Yfirlestur: yfirlestur.is
Myndir og texti: Friðrik Kjartansson húsasmiður